Má fjársýslan semja við Rapyd? Gunnar Már Gunnarsson og Sindri Kristjánsson skrifa 20. ágúst 2024 07:01 Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast. Í það heila hafa Sameinuðu þjóðirnar skrásett 8.009 alvarleg brot gegn 4.360 börnum í Ísrael, Gaza og Vesturbakkanum – meira en tvöfalt hærri tölur en í Lýðveldinu Kongó, sem áður hafði þann mjög svo vafasama heiður að tróna efst á lista þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Á Gaza hefur ómennskan tekið völdin í sínar hendur. Síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins um hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ríki heimsins eiga þó ekki að bíða eftir slíkum úrskurði og hefðu að sjálfsögðu þurft að bregðast miklu betur við, miklu fyrr. Ísland og önnur lönd verða að koma saman og innleiða efnahags- og viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Tímabært að beita skynsamlegum viðskiptaþvingunum Fyrr í sumar lýsti Alþjóðadómstóllinn í Haag því yfir, með ráðgefandi áliti, að langvarandi landtaka Ísraela í Palestínu sé „ólögmæt“ og jafngildi í raun innlimun. Dómstóllinn kallaði eftir því að Ísrael myndi fljótt yfirgefa hernumdu svæðin og úrskurðaði að Palestínumenn ættu rétt á bótum vegna skaðans sem bæði hernámið og önnur kerfisbundin mismunun til 57 ára hefur valdið. Umrætt álit varpar í sjálfu sér ekki nýju ljósi á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs – fjölmargar skýrslur og samþykktir frá Sameinuðu þjóðunum hafa reifað og komist að samskonar niðurstöðu. Álitið er samt sem áður mikill ósigur fyrir ísraelsk stjórnvöld og mun þrýsta á alþjóðlegar aðgerðir og viðbrögð. Nú þegar, og raunar áður en álitið var birt, hefur bandarískum, breskum og evrópskum refsiaðgerðum fjölgað til muna, sem viðbragð við og til að sporna gegn ofbeldi landtökufólks gegn Palestínumönnum á Vesturbakka. Í ljósi alvarleika brotanna, gagnvart alþjóðalögum, hlýtur sú spurning að verða áleitnari hvort ekki sé tímabært að beina einnig sjónum að þeim ráðamönnum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa stutt við ólöglega landtöku og hernám. Af hverju beinast spjótin að Fjársýslu ríkisins? Fjársýslan stendur fyrir útboði á færsluhirðingu fyrir A hluta stofnanir ríkisins sem taka á gildi um næstu áramót. Núverandi samningur var upphaflega gerður við íslenska fyrirtækið Valitor, en ísraelska fyrirtækið Rapyd tók samninginn yfir þegar það keypti Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Rapyd er með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna og ætti því sjálfkrafa að vera útilokað frá því að geta tekið þátt í útboðinu. Það er enda skýr stefna Íslands að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem styðja með beinum hætti við landrán. Ríkisstjórnir margra annarra landa hafa einnig varað fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraels. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur nýlega ítrekað að fjármálafyrirtæki sem eiga í viðskiptum á þessum svæðum geti sætt þvingunum af hálfu bandarískra yfirvalda sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki. Rapyd er í þessum hópi, svo möguleikar þess til að stunda viðskipti gætu verið skert verulega í framtíðinni vegna þessa. Í júnímánuði síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, með tíu atkvæðum gegn einu, eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.“ Við undirritaðir viljum ítreka afstöðu okkar og hvetja Fjársýslu ríkisins til að semja ekki við Rapyd að undangengnu útboði. Gunnar Már er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri en Sindri varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast. Í það heila hafa Sameinuðu þjóðirnar skrásett 8.009 alvarleg brot gegn 4.360 börnum í Ísrael, Gaza og Vesturbakkanum – meira en tvöfalt hærri tölur en í Lýðveldinu Kongó, sem áður hafði þann mjög svo vafasama heiður að tróna efst á lista þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Á Gaza hefur ómennskan tekið völdin í sínar hendur. Síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins um hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ríki heimsins eiga þó ekki að bíða eftir slíkum úrskurði og hefðu að sjálfsögðu þurft að bregðast miklu betur við, miklu fyrr. Ísland og önnur lönd verða að koma saman og innleiða efnahags- og viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Tímabært að beita skynsamlegum viðskiptaþvingunum Fyrr í sumar lýsti Alþjóðadómstóllinn í Haag því yfir, með ráðgefandi áliti, að langvarandi landtaka Ísraela í Palestínu sé „ólögmæt“ og jafngildi í raun innlimun. Dómstóllinn kallaði eftir því að Ísrael myndi fljótt yfirgefa hernumdu svæðin og úrskurðaði að Palestínumenn ættu rétt á bótum vegna skaðans sem bæði hernámið og önnur kerfisbundin mismunun til 57 ára hefur valdið. Umrætt álit varpar í sjálfu sér ekki nýju ljósi á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs – fjölmargar skýrslur og samþykktir frá Sameinuðu þjóðunum hafa reifað og komist að samskonar niðurstöðu. Álitið er samt sem áður mikill ósigur fyrir ísraelsk stjórnvöld og mun þrýsta á alþjóðlegar aðgerðir og viðbrögð. Nú þegar, og raunar áður en álitið var birt, hefur bandarískum, breskum og evrópskum refsiaðgerðum fjölgað til muna, sem viðbragð við og til að sporna gegn ofbeldi landtökufólks gegn Palestínumönnum á Vesturbakka. Í ljósi alvarleika brotanna, gagnvart alþjóðalögum, hlýtur sú spurning að verða áleitnari hvort ekki sé tímabært að beina einnig sjónum að þeim ráðamönnum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa stutt við ólöglega landtöku og hernám. Af hverju beinast spjótin að Fjársýslu ríkisins? Fjársýslan stendur fyrir útboði á færsluhirðingu fyrir A hluta stofnanir ríkisins sem taka á gildi um næstu áramót. Núverandi samningur var upphaflega gerður við íslenska fyrirtækið Valitor, en ísraelska fyrirtækið Rapyd tók samninginn yfir þegar það keypti Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Rapyd er með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna og ætti því sjálfkrafa að vera útilokað frá því að geta tekið þátt í útboðinu. Það er enda skýr stefna Íslands að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem styðja með beinum hætti við landrán. Ríkisstjórnir margra annarra landa hafa einnig varað fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraels. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur nýlega ítrekað að fjármálafyrirtæki sem eiga í viðskiptum á þessum svæðum geti sætt þvingunum af hálfu bandarískra yfirvalda sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki. Rapyd er í þessum hópi, svo möguleikar þess til að stunda viðskipti gætu verið skert verulega í framtíðinni vegna þessa. Í júnímánuði síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, með tíu atkvæðum gegn einu, eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.“ Við undirritaðir viljum ítreka afstöðu okkar og hvetja Fjársýslu ríkisins til að semja ekki við Rapyd að undangengnu útboði. Gunnar Már er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri en Sindri varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun