Leiðin til að elska mig Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:30 Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun