Gætu þurft að loka Fjölskyldulandi Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 23:13 Krisztina G. Agueda, stofnandi Fjölskyldulands, og Nicole Leigh Mosty, stjórnarkona. Vísir/Arnar Eigendur Fjölskyldulands gætu þurft að loka náist ekki að snúa erfiðum rekstri við. Eigandinn segir þjónustuna afar mikilvæga, ekki síst fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að ná að aðlagast íslensku samfélagi. Fjölskylduland var opnað árið 2022 í Dugguvogi í Reykjavík. Um er að ræða innileikvöll og miðstöð ætlaða fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og fyrsta bekk grunnskóla. Þangað mæta um hundrað fjölskyldur í hverri viku. „Fjölskylduland var byggt með það í huga að hjálpa þroska barnsins. Að þau finni þroskandi leikföng sem er skemmtilegt að leika með,“ segir Krisztina G. Agueda, stofnandi Fjölskyldulands. Hún segir starfsemina mikilvæga, sérstaklega fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna. „Þess vegna erum við með verkefni sem heitir Fjölbreyttar fjölskyldur þar sem fólk af erlendum uppruna getur mætt frítt einu sinni í viku og hitt aðra foreldra. Við reynum að hjálpa þeim að aðlaga íslensku samfélagi og félagskerfinu,“ segir Krisztina. Gengið erfiðlega upp á síðkastið Hins vegar gengur reksturinn ekki nægilega vel. „Það vantar aðsókn, það vantar stuðning. Það vantar vitundarvakningu að við erum hér, að þetta sé til staðar og stendur foreldrum til boða. Jafnvel væri frábært að komast í samstarf við sveitarfélögin og þá leikskóla sem eru að leita að lausnum vegna biðlista,“ segir Nicole Leigh Mosty, stjórnarkona hjá Fjölskyldulandi. Enginn staður eins og Fjölskylduland Komi ekki meira fjármagn inn í reksturinn gætu þær þurft að loka Fjölskyldulandi. „Því miður lítur út fyrir að við munum þurfa að loka dyrunum. Það er enginn staður á Íslandi eins og þessi hér. Við megum ekki leyfa svona sprotahugmyndum, við tölum oft um nýsköpun og annað, hverfa,“ segir Nicole. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fjölskylduland var opnað árið 2022 í Dugguvogi í Reykjavík. Um er að ræða innileikvöll og miðstöð ætlaða fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og fyrsta bekk grunnskóla. Þangað mæta um hundrað fjölskyldur í hverri viku. „Fjölskylduland var byggt með það í huga að hjálpa þroska barnsins. Að þau finni þroskandi leikföng sem er skemmtilegt að leika með,“ segir Krisztina G. Agueda, stofnandi Fjölskyldulands. Hún segir starfsemina mikilvæga, sérstaklega fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna. „Þess vegna erum við með verkefni sem heitir Fjölbreyttar fjölskyldur þar sem fólk af erlendum uppruna getur mætt frítt einu sinni í viku og hitt aðra foreldra. Við reynum að hjálpa þeim að aðlaga íslensku samfélagi og félagskerfinu,“ segir Krisztina. Gengið erfiðlega upp á síðkastið Hins vegar gengur reksturinn ekki nægilega vel. „Það vantar aðsókn, það vantar stuðning. Það vantar vitundarvakningu að við erum hér, að þetta sé til staðar og stendur foreldrum til boða. Jafnvel væri frábært að komast í samstarf við sveitarfélögin og þá leikskóla sem eru að leita að lausnum vegna biðlista,“ segir Nicole Leigh Mosty, stjórnarkona hjá Fjölskyldulandi. Enginn staður eins og Fjölskylduland Komi ekki meira fjármagn inn í reksturinn gætu þær þurft að loka Fjölskyldulandi. „Því miður lítur út fyrir að við munum þurfa að loka dyrunum. Það er enginn staður á Íslandi eins og þessi hér. Við megum ekki leyfa svona sprotahugmyndum, við tölum oft um nýsköpun og annað, hverfa,“ segir Nicole.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira