Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 11:23 Strákarnir trúlofuðu sig á Íslandi á meðan Elliot lá á sjúkrabeði. Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. „Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47