Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:32 Netanyahu og Gallant hefur áður lent saman en starf Gallant er þó ekki sagt í hættu. Getty/Anadolu Agency/Amos Ben-Gershom Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael. Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael.
Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira