Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 13:23 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni. Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni.
Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira