Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 09:56 Carles Puigdemont er leiðtogi aðskilanaðarflokksins Saman fyrir Katalóníu en hefur verið í sjálfskipaðri útlegð eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins fyrir sjö árum. AP/Gloria Calvi Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11