Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2024 19:41 Vatninu er dælt úr slöngum sem eru um fjögurra kílómetra langar. Vísir/Bjarni Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira