Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 12:27 Yvette Cooper er innanríkisráðherra Bretlands. Hún hefur kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum sem ná þar flugi. AP Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer. Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer.
Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30