Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 23:01 Mótmælendur köstuðu meðal annars grjóti að lögreglu. getty Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira