Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. ágúst 2024 15:51 Jómfrúarþjóðhátíð Kristínar og Köru byrjar hressilega með hávaðaroki og mígandi rigningu. Kolbeinn Tumi Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira