Fólk eigi að gera ráð fyrir innbrotum Rafn Ágúst Ragnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2024 09:15 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur för yfir nokkur ráð í Bítinu á Bylgjunni. Bylgjan Í dag hefst verslunarmannahelgin sem landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir og hyggja margir á ferðir út á land. Þjóðhátíð heldur upp á 150 ára afmæli sitt um helgina og verður því margt um Reykvíkinginn í Eyjum og þar af leiðandi margt um mannlaus og innbrotsvæn heimili í höfuðborginni. Eyþór Víðisson öryggisfræðingur fór yfir það hvernig fæla má innbrotsþjófa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alltaf gott að vera með öryggið á oddinum og þannig forðast áhyggjur af innbrotum og öðru slíku í ferðalögum um landið. Gott sé að gera ráðstafanir og gera hreinlega ráð fyrir því að hægt sé að brjótast inn. Margir eru á ferðalagi með hjól- eða fellihýsi og skilja þau svo eftir auð á meðan farið er í sund, veitingahús eða viðburði. „Það er svolítið erfitt að verja þessa hluti ef einhver ætlar inn í það get ég ímyndað mér. Þá myndi ég frekar leggja áherslu á það að vera ekki með nein alvöru verðmæti í ferðalögum og ganga þá vel frá spjaldtölvum og fartölvum ef þær eru með, og þetta fer að kosta einhvern pening. Ég tala nú ekki um ef það er eitthvað persónulegt inn á þeim eins og til dæmis myndir sem mega ekki tapast,“ segir Eyþór. „Má ég, vil ég og get ég misst þetta?“ Eyþór bætir við að það sé gott að hugsa vel um það áður en lagt er á stað hvað er tekið með. „Hvernig er gengið frá hlutum, gera innbrotsþjófum kannski aðeins erfiðara fyrir og fela hluti. Venja sig á að geyma dýrari hluti kannski á minna áberandi stöðum eins og í fellihýsum og hjólhýsum. Svo náttúrlega aftur vega og meta bara, má ég, vil ég og get ég misst þetta?“ „Útilegur eru sérkapítuli og þá helst að taka hluti sem maður er reiðubúinn til að missa í rauninni.“ Ef dýrari hlutir eru teknir með sé eitt ráð að nota svokölluð Airtags-staðsetningartæki frá Apple. Mikilvægast sé að búa þannig um hnúta að maður sé ekki gjöreyðilagður ef til innbrots kemur. Gömlu góðu aðferðirnar gildar Fólk hefur í auknum mæli sett upp myndavélakerfi heima hjá sér og dyrabjöllur með myndavélum. Eyþór segir að þegar kemur að því að verja heimilið fyrir innbrotum séu gömlu góðu aðferðirnar enn gildar. „Myndavélar stoppa ekki innbrot, það er nú þannig. Myndavélar stoppa í raun og veru ekki afbrot heldur ekki nema bara í undantekningartilfellum, þannig að við þurfum bara að treysta á gömlu góðu aðferðirnar.“ „Það er þetta tvennt: það er reyna að ganga úr skugga um að þeir komist ekki inn en gera samt alltaf ráð fyrir því að þeir komist inn. Og þegar þeir eru komnir inn, hvað er það sem þeir mega ekki taka og reyna að ganga þá betur frá því,“ segir hann og mælir eindregið með því að millihurðum sé læst inni í íbúðum. Það getur verið slæmur endir á fríinu að snúa heim og sjá að brotist hafi verið inn. Getty Eyþór segir mikilvægt að tefja mögulega innbrotsþjófa. Innbrotsviðvörunarkerfi virki og það sé síður brotist inn í húsnæði sem eru með viðvörunarkerfi sem tengt er vaktstöð. „Þetta er púsluspil og eftir því sem þú bætir fleiri púslum í hjálparðu til með öryggið,“ segir hann. Hluti af því sé að ganga vel frá húsnæðinu að utan, loka öllum gluggum og reyna láta líta út fyrir að það sé líf í húsinu. „Biðja nágranna um að leggja í stæðið þitt, kveikja og slökkva ljós annað hvort með fjarstýringu eða biðja bara tengdamömmu þína bara um að koma einu sinni, tvisvar í heimsókn yfir helgina, og svo framvegis og svo framvegis.“ Neikvætt lottó „Það er ekkert rétt eða rangt í þessu, maður er bara að reyna að vera ekki skotmark. Ef maður verður skotmark þá að tefja þá, stoppa þá og síðan ef þeir komast inn þá er að draga úr skaðanum fyrir mann sjálfan og þá aðallega tilfinningalega. Peningar eru bara peningar en það er þetta með erfðagripi, skartgripi og ljósmyndir. Það er nú aðalskaðinn sem maður sér fólk verða fyrir,“ segir Eyþór. „Ef þú tapar spjaldtölvu eða fartölvu með hörðum diski með ljósmyndum af fæðingu barnanna þinna eða skírnarmyndir þá er þér kannski alveg sama þótt einhver náist eftir tvær, þrjár vikur. Myndirnar eru farnar, það er búið að selja tölvuna og koma varningnum áfram. Þetta er sama gamla sagan,“ segir Eyþór. Hefur það fælingarmátt að slökkva og kveikja ljós? „Það getur gert það. Það getur líka ekki gert það. En það að breyta ljósum með fjarstýringu úr síma á hátíð á Flúðum og húsið þitt er í Reykjavík, það skaðar ekkert. Þetta er pínu neikvætt lottó. Þú veist ekkert alveg hvenær einhver er fyrir utan heima hjá þér að horfa á húsið þitt með það í huga að fara þangað inn. Það er ekki að segja að þetta virki en þetta skemmir ekkert,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Lögreglumál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Eyþór Víðisson öryggisfræðingur fór yfir það hvernig fæla má innbrotsþjófa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alltaf gott að vera með öryggið á oddinum og þannig forðast áhyggjur af innbrotum og öðru slíku í ferðalögum um landið. Gott sé að gera ráðstafanir og gera hreinlega ráð fyrir því að hægt sé að brjótast inn. Margir eru á ferðalagi með hjól- eða fellihýsi og skilja þau svo eftir auð á meðan farið er í sund, veitingahús eða viðburði. „Það er svolítið erfitt að verja þessa hluti ef einhver ætlar inn í það get ég ímyndað mér. Þá myndi ég frekar leggja áherslu á það að vera ekki með nein alvöru verðmæti í ferðalögum og ganga þá vel frá spjaldtölvum og fartölvum ef þær eru með, og þetta fer að kosta einhvern pening. Ég tala nú ekki um ef það er eitthvað persónulegt inn á þeim eins og til dæmis myndir sem mega ekki tapast,“ segir Eyþór. „Má ég, vil ég og get ég misst þetta?“ Eyþór bætir við að það sé gott að hugsa vel um það áður en lagt er á stað hvað er tekið með. „Hvernig er gengið frá hlutum, gera innbrotsþjófum kannski aðeins erfiðara fyrir og fela hluti. Venja sig á að geyma dýrari hluti kannski á minna áberandi stöðum eins og í fellihýsum og hjólhýsum. Svo náttúrlega aftur vega og meta bara, má ég, vil ég og get ég misst þetta?“ „Útilegur eru sérkapítuli og þá helst að taka hluti sem maður er reiðubúinn til að missa í rauninni.“ Ef dýrari hlutir eru teknir með sé eitt ráð að nota svokölluð Airtags-staðsetningartæki frá Apple. Mikilvægast sé að búa þannig um hnúta að maður sé ekki gjöreyðilagður ef til innbrots kemur. Gömlu góðu aðferðirnar gildar Fólk hefur í auknum mæli sett upp myndavélakerfi heima hjá sér og dyrabjöllur með myndavélum. Eyþór segir að þegar kemur að því að verja heimilið fyrir innbrotum séu gömlu góðu aðferðirnar enn gildar. „Myndavélar stoppa ekki innbrot, það er nú þannig. Myndavélar stoppa í raun og veru ekki afbrot heldur ekki nema bara í undantekningartilfellum, þannig að við þurfum bara að treysta á gömlu góðu aðferðirnar.“ „Það er þetta tvennt: það er reyna að ganga úr skugga um að þeir komist ekki inn en gera samt alltaf ráð fyrir því að þeir komist inn. Og þegar þeir eru komnir inn, hvað er það sem þeir mega ekki taka og reyna að ganga þá betur frá því,“ segir hann og mælir eindregið með því að millihurðum sé læst inni í íbúðum. Það getur verið slæmur endir á fríinu að snúa heim og sjá að brotist hafi verið inn. Getty Eyþór segir mikilvægt að tefja mögulega innbrotsþjófa. Innbrotsviðvörunarkerfi virki og það sé síður brotist inn í húsnæði sem eru með viðvörunarkerfi sem tengt er vaktstöð. „Þetta er púsluspil og eftir því sem þú bætir fleiri púslum í hjálparðu til með öryggið,“ segir hann. Hluti af því sé að ganga vel frá húsnæðinu að utan, loka öllum gluggum og reyna láta líta út fyrir að það sé líf í húsinu. „Biðja nágranna um að leggja í stæðið þitt, kveikja og slökkva ljós annað hvort með fjarstýringu eða biðja bara tengdamömmu þína bara um að koma einu sinni, tvisvar í heimsókn yfir helgina, og svo framvegis og svo framvegis.“ Neikvætt lottó „Það er ekkert rétt eða rangt í þessu, maður er bara að reyna að vera ekki skotmark. Ef maður verður skotmark þá að tefja þá, stoppa þá og síðan ef þeir komast inn þá er að draga úr skaðanum fyrir mann sjálfan og þá aðallega tilfinningalega. Peningar eru bara peningar en það er þetta með erfðagripi, skartgripi og ljósmyndir. Það er nú aðalskaðinn sem maður sér fólk verða fyrir,“ segir Eyþór. „Ef þú tapar spjaldtölvu eða fartölvu með hörðum diski með ljósmyndum af fæðingu barnanna þinna eða skírnarmyndir þá er þér kannski alveg sama þótt einhver náist eftir tvær, þrjár vikur. Myndirnar eru farnar, það er búið að selja tölvuna og koma varningnum áfram. Þetta er sama gamla sagan,“ segir Eyþór. Hefur það fælingarmátt að slökkva og kveikja ljós? „Það getur gert það. Það getur líka ekki gert það. En það að breyta ljósum með fjarstýringu úr síma á hátíð á Flúðum og húsið þitt er í Reykjavík, það skaðar ekkert. Þetta er pínu neikvætt lottó. Þú veist ekkert alveg hvenær einhver er fyrir utan heima hjá þér að horfa á húsið þitt með það í huga að fara þangað inn. Það er ekki að segja að þetta virki en þetta skemmir ekkert,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingur.
Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Lögreglumál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira