Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 23:59 Bandaríkjamennirnir tíu sem sleppt var úr haldi eru á leið til Bandaríkjanna. Bandaríska ríkið Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum. Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Fangaskiptin áttu sér stað í Ankara í Tyrklandi í dag fimmtudag. Samningurinn var um 18 mánuði í bígerð, og svo virðist helsta þrætueplið hafi verið krafa Rússlands um morðingjann Vadim Krasikov. Krasikov var í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að hafa banað uppreisnarmanninum Zelimkhan Khangoshvili, sem var á lista hryðjuverkamanna hjá rússneskum stjórnvöldum. Krasikov hefur nú verið sleppt úr haldi og er farinn aftur til Rússlands, en þýsk stjórnvöld sögðu að ákvörðunin um að sleppa honum hafi ekki verið tekin af léttúð. Tölvuþrjótar og morðingjar í skiptum fyrir blaðamenn Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi Rússa var bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich, sem hafði verið í haldi Rússa í 491 dag. Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði hafði verið í haldi Rússa í fimm ár, og er einnig frjáls. Auk Gershkovic og Whelan er Alsa Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður laus úr haldi. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem Rússar fengu til baka auk Krasikovs, eru Vadim Konoshchenok, sem sat í fangelsi fyrir vopnasmygl. Hann var handtekinn í Eistlandi þar sem hann var gómaður við að smygla bandarískum vopnum til Rússlands. Vladislav Klyushin hefur einnig verið sleppt úr haldi. Hann er auðugur viðskiptajöfur, sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir. Roman Valeryevish Seleznev er einnig laus, en hann hafði fengið fjórtán ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikla tölvuárás sem hafði margar milljónir dollara af bandarískum bönkum.
Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45