Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Imane Khelif mátti ekki keppa á HM kvenna í hnefaleikum en Alþjóðaólympíunefndin gaf henni grænt ljós á að keppa í París. getty/Richard Pelham Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum. Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum.
Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07