Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2024 08:30 Fjöldi fólks hefur minnst stúlknanna sem fórust í Southport. EPA/ADAM VAUGHAN Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. Hin sex ára Bebe King, sjö ára Elsie Dot Stancombe og níu ára Alice Dasilva Aguiar létu lífið í kjölfar hnífaárásar í Hart Space-miðstöðinni á mánudag. Hann er einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir og vörslu eggvopns en átta önnur börn og tveir fullorðnir slösuðust í stunguárásinni, sum enn í lífshættu. Hinn ákærði, sem hefur ekki verið nafngreindur sökum aldurs, verður færður fyrir dómara í borginni Liverpool síðar í dag. Lögreglan í Merseyside-sýslu sem Southport tilheyrir greindi frá ákærunum á blaðamannafundi rétt eftir miðnætti að staðartíma. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Árásin átti sér stað á Taylor Swift-sumarnámskeiði á Hart Street í Southport sem haldið er fyrir grunnskólabörn á aldrinum sex til tíu ára. Slösuðust við að verja börnin Lögregla var kölluð til á mánudag þegar tilkynnt var um hnífstungu um hádegisbil. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að margir, þar á meðal börn, höfðu orðið fyrir „grimmilegri árás“ og hlotið alvarlega áverka, af því er fram kom á blaðamannafundinum. Hinn ákærði er sagður hafa gengið inn í bygginguna vopnaður hníf og ráðist á þá sem þar voru. Tveir fullorðnir einstaklingar slösuðust lífshættulega við að reyna að verja börnin fyrir árásinni, að sögn lögreglu. „Engin orð geta lýst því sem hefur dunið yfir fjölskyldu okkar nú þegar við reynum að takast á við missi litlu stúlkunnar okkar Bebe,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu Bebe sem fórst í árásinni. Fjölskylda Alice minntist sömuleiðis dóttur sinnar: „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Eins og við höfum áður sagt, þá verður þú alltaf prinsessan okkar og enginn gæti breytt því. Ást frá hetjunum þínum, pabba og mömmu.“ Árásin valdið reiði í Englandi Meira en hundrað einstaklingar voru handteknir í mótmælum í miðborg Lundúna á miðvikudagskvöld eftir dauðsföllin í Southport, að sögn lögreglunnar. Fólk hafi verið handtekið fyrir margvísleg brot, þeirra á meðal ofbeldi og óspektir, árás á viðbragðsaðila og brot á mótmælaskilyrðum. Óeirðir brutust út í Southport á þriðjudag, nokkrum klukkustundum eftir að þúsundir komu saman til að sækja friðsama athöfn til að minnast stúlknanna sem fórust. Stór hópur mótmælenda réðst á framhlið mosku og kastaði múrsteinum, flöskum, flugeldum og grjóti á meðan lögreglumenn notuðu óeirðaskildi til að verja sig þegar ruslatunnum var fleygt að þeim. Einnig var kveikt í lögreglubíl. Lögreglan í Merseyside sagði að meira en fimmtíu lögreglumenn hefðu særst í „viðvarandi og grimmilegri árás“. Hún staðhæfði að fólkið sem hafi staðið fyrir ofbeldinu hefði verið espað upp af samfélagsmiðlafærslum sem bentu ranglega til þess að tenging væri milli íslamista og árásinni á mánudag. Í skilaboðum sem deilt var víða á samfélagsmiðlum fordæmdi Jennifer Stancombe, móðir Elsie, ofbeldið. „Þetta er það eina sem ég mun skrifa, en vinsamlegast stöðvið ofbeldið í Southport í kvöld,“ skrifaði hún. „Lögreglan hefur verið ekkert nema hetjur síðasta sólarhringinn og við þurfum ekki á þessu að halda.“ Nokkrir lögreglumenn slösuðust einnig í öðrum óeirðum í sjávarbænum Hartlepool á miðvikudag, að sögn lögreglunnar í Cleveland, og þá var greint frá óeirðum í borginni Manchester og bænum Aldershot. Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 31. júlí 2024 22:57 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 30. júlí 2024 21:30 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hin sex ára Bebe King, sjö ára Elsie Dot Stancombe og níu ára Alice Dasilva Aguiar létu lífið í kjölfar hnífaárásar í Hart Space-miðstöðinni á mánudag. Hann er einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir og vörslu eggvopns en átta önnur börn og tveir fullorðnir slösuðust í stunguárásinni, sum enn í lífshættu. Hinn ákærði, sem hefur ekki verið nafngreindur sökum aldurs, verður færður fyrir dómara í borginni Liverpool síðar í dag. Lögreglan í Merseyside-sýslu sem Southport tilheyrir greindi frá ákærunum á blaðamannafundi rétt eftir miðnætti að staðartíma. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Árásin átti sér stað á Taylor Swift-sumarnámskeiði á Hart Street í Southport sem haldið er fyrir grunnskólabörn á aldrinum sex til tíu ára. Slösuðust við að verja börnin Lögregla var kölluð til á mánudag þegar tilkynnt var um hnífstungu um hádegisbil. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að margir, þar á meðal börn, höfðu orðið fyrir „grimmilegri árás“ og hlotið alvarlega áverka, af því er fram kom á blaðamannafundinum. Hinn ákærði er sagður hafa gengið inn í bygginguna vopnaður hníf og ráðist á þá sem þar voru. Tveir fullorðnir einstaklingar slösuðust lífshættulega við að reyna að verja börnin fyrir árásinni, að sögn lögreglu. „Engin orð geta lýst því sem hefur dunið yfir fjölskyldu okkar nú þegar við reynum að takast á við missi litlu stúlkunnar okkar Bebe,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu Bebe sem fórst í árásinni. Fjölskylda Alice minntist sömuleiðis dóttur sinnar: „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Eins og við höfum áður sagt, þá verður þú alltaf prinsessan okkar og enginn gæti breytt því. Ást frá hetjunum þínum, pabba og mömmu.“ Árásin valdið reiði í Englandi Meira en hundrað einstaklingar voru handteknir í mótmælum í miðborg Lundúna á miðvikudagskvöld eftir dauðsföllin í Southport, að sögn lögreglunnar. Fólk hafi verið handtekið fyrir margvísleg brot, þeirra á meðal ofbeldi og óspektir, árás á viðbragðsaðila og brot á mótmælaskilyrðum. Óeirðir brutust út í Southport á þriðjudag, nokkrum klukkustundum eftir að þúsundir komu saman til að sækja friðsama athöfn til að minnast stúlknanna sem fórust. Stór hópur mótmælenda réðst á framhlið mosku og kastaði múrsteinum, flöskum, flugeldum og grjóti á meðan lögreglumenn notuðu óeirðaskildi til að verja sig þegar ruslatunnum var fleygt að þeim. Einnig var kveikt í lögreglubíl. Lögreglan í Merseyside sagði að meira en fimmtíu lögreglumenn hefðu særst í „viðvarandi og grimmilegri árás“. Hún staðhæfði að fólkið sem hafi staðið fyrir ofbeldinu hefði verið espað upp af samfélagsmiðlafærslum sem bentu ranglega til þess að tenging væri milli íslamista og árásinni á mánudag. Í skilaboðum sem deilt var víða á samfélagsmiðlum fordæmdi Jennifer Stancombe, móðir Elsie, ofbeldið. „Þetta er það eina sem ég mun skrifa, en vinsamlegast stöðvið ofbeldið í Southport í kvöld,“ skrifaði hún. „Lögreglan hefur verið ekkert nema hetjur síðasta sólarhringinn og við þurfum ekki á þessu að halda.“ Nokkrir lögreglumenn slösuðust einnig í öðrum óeirðum í sjávarbænum Hartlepool á miðvikudag, að sögn lögreglunnar í Cleveland, og þá var greint frá óeirðum í borginni Manchester og bænum Aldershot.
Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 31. júlí 2024 22:57 Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 30. júlí 2024 21:30 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 31. júlí 2024 22:57
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45
Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 30. júlí 2024 21:30
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52