Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma Jón Þór Stefánsson skrifar 29. júlí 2024 11:57 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás. Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás.
Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15