Banna Verstappen að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2024 23:30 Max Verstappen finnst gaman að spila tölvuleiki. getty/Alexander Scheuber Forráðamenn Red Bull hafa bannað Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu. Verstappen lenti í 5. sæti í ungverska kappakstrinum um helgina. Undirbúningur Hollendingsins var ekki eins og best verður á kosið en hann var að spila tölvuleiki fram til klukkan þrjú að nóttu. „Það tók ekki langan tíma fyrir gagnrýnina á Verstappen að koma,“ sagði ráðgjafi Red Bull, Helmut Marko. „Það er ekki furða í ljósi þess að hann eyðir hálfri nóttinni að spila aksturstölvuleiki. Við höfum ákveðið að hann geri það ekki svona seint lengur.“ Verstappen virtist illa fyrir kallaður í Ungverjalandskappakstrinum og ók á Lewis Hamilton undir lok hans. Þrátt fyrir að Verstappen hafi ekki unnið í þremur keppnum í röð, sem hefur ekki gerst síðan 2021, er hann enn með góða forystu í keppni ökuþóra. Verstappen er með 265 stig en Lando Norris á Mercedes er með 189 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen lenti í 5. sæti í ungverska kappakstrinum um helgina. Undirbúningur Hollendingsins var ekki eins og best verður á kosið en hann var að spila tölvuleiki fram til klukkan þrjú að nóttu. „Það tók ekki langan tíma fyrir gagnrýnina á Verstappen að koma,“ sagði ráðgjafi Red Bull, Helmut Marko. „Það er ekki furða í ljósi þess að hann eyðir hálfri nóttinni að spila aksturstölvuleiki. Við höfum ákveðið að hann geri það ekki svona seint lengur.“ Verstappen virtist illa fyrir kallaður í Ungverjalandskappakstrinum og ók á Lewis Hamilton undir lok hans. Þrátt fyrir að Verstappen hafi ekki unnið í þremur keppnum í röð, sem hefur ekki gerst síðan 2021, er hann enn með góða forystu í keppni ökuþóra. Verstappen er með 265 stig en Lando Norris á Mercedes er með 189 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira