„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 23:08 Bæði Play og Icelandair hafa fallið frá afkomuspám sínum. Vísir/Vilhelm Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hlutabréfaverð Play féll um tæplega tuttugu prósent í dag eftir að afkomuspá félagsins var felld úr gildi vegna óvissu í rekstri. Icelandair gerði það sama í maí og vísaði í endurtekin eldgos og minni eftirpsurn. „Það hafa auðvitað verið miklar væringar á flugmarkaðinum undanfarna mánuði og misseri. Samhliða því erum við að sjá blikur á lofti í ferðaþjónustunni í miklu minni komu ferðamanna til landsins heldur en búist var við og það er augljóslega að bitna á flugfélögunum.“ „Gengi Play hefur lækkað um níutíu prósent á einu ári. Icelandair um ríflega sextíu prósent. Það eru bara hartnær fjórir mánuðir síðan Play var að styrkja sína stöðu með því að sækja sér nýtt hlutafé upp á fjóra og hálfan milljarð króna.“ Hörður segir að þetta hlutafé hafi meðal annars verið fengið á grunni áætlana um að Play yrði rekið á núlli á þessu ári. „Nú sjáum við að það er ekki að ganga upp eftir að afkomuspáin var felld úr gildi.“ Mörgum hafi þótt þessi fjórir og hálfur milljarður vera heldur lág upphæð á sínum tíma í ljósi óvissu og erfiðs rekstrarumhverfis. Hörður segir að það ætti ekki að koma fólki á óvart reyni Play að fara í aðra fjármögnun aftur á þessu ári. Hörður segir þó að staða félagsins muni skýrast betur á fimmtudaginn þegar Play birti uppgjör annars ársfjórðungs. „En það er ljóst að staðan er mjög strembin hjá félaginu, líkt og á við um mörg flugfélög um þessar mundir.“ Að sögn hans er mikilvægt að hafa í huga að lausafjárstaða Play hafi verið um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í lok fyrsta ársfjórðungs, en að sjóðstaðan batni yfirleitt í tilfellum flugfélaga á mánuðum sem komi þar á eftir vegna þess að þá er fólk að bóka flug. „Þannig ég myndi halda að staðan hvað það varðar sé núna sterkari.“ Staðan snúist hins vegar við á seinni árshelmingi þegar sjóðstreymið er lakara samhliða því að það dregur úr kaupum á flugmiðum. Aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið vegna mikillar samkeppni á sama tíma og eftirspurnin er minni en í fyrra hefur þýtt að flugfargjöld hafa lækkað, sem hefur haft mikil áhrif á afkomu íslensku flugfélaganna. „Eins og við sáum skýrt í uppgjöri Icelandair í síðustu viku. Tekjur þeirra á hvern floginn sætiskílómetra, sem er lykilmælikvarði hjá flugfélögunum, eru að minnka. Það þýðir að rekstrarafkoman er afskaplega döpur um þessar mundir.“ Það að bæði Play og Icelandair séu búin að draga afkomuspár sínar úr gildi er að sögn Harðar til marks um þá miklu óvissu sem er á markaðinum. Icelandair treysti sér ekki til að birta nýja útkomuspá vegna óvissu í utanaðkomandi aðstæðum og minni eftirspurnar. Slíkt einskorðist þó ekki bara við Ísland en Hörður nefnir að sambærilegt sé uppi á teningnum hjá Ryanair, risa í lággjaldaflugi. Hlutabréfaverð Ryanair lækkaði þannig um liðlega 17 prósent síðasta fimmtudag eftir að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung sem sýndi að hagnaðurinn skrapp saman um nærri helming milli ára. Forstjórinn Micheal O´Leary benti á að flugfargjöld yrðu nokkuð lægri í sumar en á sama tíma fyrir ári, en þar spilar meðal annars inn í minnkandi ferðamannastraumur. Fréttir af flugi Icelandair Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Hlutabréfaverð Play féll um tæplega tuttugu prósent í dag eftir að afkomuspá félagsins var felld úr gildi vegna óvissu í rekstri. Icelandair gerði það sama í maí og vísaði í endurtekin eldgos og minni eftirpsurn. „Það hafa auðvitað verið miklar væringar á flugmarkaðinum undanfarna mánuði og misseri. Samhliða því erum við að sjá blikur á lofti í ferðaþjónustunni í miklu minni komu ferðamanna til landsins heldur en búist var við og það er augljóslega að bitna á flugfélögunum.“ „Gengi Play hefur lækkað um níutíu prósent á einu ári. Icelandair um ríflega sextíu prósent. Það eru bara hartnær fjórir mánuðir síðan Play var að styrkja sína stöðu með því að sækja sér nýtt hlutafé upp á fjóra og hálfan milljarð króna.“ Hörður segir að þetta hlutafé hafi meðal annars verið fengið á grunni áætlana um að Play yrði rekið á núlli á þessu ári. „Nú sjáum við að það er ekki að ganga upp eftir að afkomuspáin var felld úr gildi.“ Mörgum hafi þótt þessi fjórir og hálfur milljarður vera heldur lág upphæð á sínum tíma í ljósi óvissu og erfiðs rekstrarumhverfis. Hörður segir að það ætti ekki að koma fólki á óvart reyni Play að fara í aðra fjármögnun aftur á þessu ári. Hörður segir þó að staða félagsins muni skýrast betur á fimmtudaginn þegar Play birti uppgjör annars ársfjórðungs. „En það er ljóst að staðan er mjög strembin hjá félaginu, líkt og á við um mörg flugfélög um þessar mundir.“ Að sögn hans er mikilvægt að hafa í huga að lausafjárstaða Play hafi verið um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í lok fyrsta ársfjórðungs, en að sjóðstaðan batni yfirleitt í tilfellum flugfélaga á mánuðum sem komi þar á eftir vegna þess að þá er fólk að bóka flug. „Þannig ég myndi halda að staðan hvað það varðar sé núna sterkari.“ Staðan snúist hins vegar við á seinni árshelmingi þegar sjóðstreymið er lakara samhliða því að það dregur úr kaupum á flugmiðum. Aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið vegna mikillar samkeppni á sama tíma og eftirspurnin er minni en í fyrra hefur þýtt að flugfargjöld hafa lækkað, sem hefur haft mikil áhrif á afkomu íslensku flugfélaganna. „Eins og við sáum skýrt í uppgjöri Icelandair í síðustu viku. Tekjur þeirra á hvern floginn sætiskílómetra, sem er lykilmælikvarði hjá flugfélögunum, eru að minnka. Það þýðir að rekstrarafkoman er afskaplega döpur um þessar mundir.“ Það að bæði Play og Icelandair séu búin að draga afkomuspár sínar úr gildi er að sögn Harðar til marks um þá miklu óvissu sem er á markaðinum. Icelandair treysti sér ekki til að birta nýja útkomuspá vegna óvissu í utanaðkomandi aðstæðum og minni eftirspurnar. Slíkt einskorðist þó ekki bara við Ísland en Hörður nefnir að sambærilegt sé uppi á teningnum hjá Ryanair, risa í lággjaldaflugi. Hlutabréfaverð Ryanair lækkaði þannig um liðlega 17 prósent síðasta fimmtudag eftir að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung sem sýndi að hagnaðurinn skrapp saman um nærri helming milli ára. Forstjórinn Micheal O´Leary benti á að flugfargjöld yrðu nokkuð lægri í sumar en á sama tíma fyrir ári, en þar spilar meðal annars inn í minnkandi ferðamannastraumur.
Fréttir af flugi Icelandair Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05