Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 18:09 Loftmynd úr Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt. Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira