Styrkás kaupir Kraft Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2024 11:45 Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss hf.. Styrkás hf. Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Styrkási. Þar segir að Kraftur verði áfram rekið sem sjálfstætt félag í kjölfar kaupanna en stefna nýs eiganda sé að skapa hagræði og efla þjónustu við viðskiptavini Krafts með samnýtingu innviða sem til staðar séu innan Styrkás samstæðunnar. Traton Group sé framleiðandi bæði MAN og Scania og með kaupunum verði söluaðilar beggja vörumerkja á Íslandi innan sömu samstæðu. Velti tveimur milljörðum Velta Krafts árið 2023 hafi numið um tveimur milljörðum króna og hagnaður Krafts fyrir afskriftir árið 2023 hafi verið180 milljónir króna. Kaupverð verði að hluta til greitt með útgáfu nýrra hluta í Styrkási og Björn geti eignast allt að 0,94 prósenta hlut í Styrkási, ef viðmið nást að fullu. „Með kaupum á Krafti er skref stigið til að efla þann kjarna innan Styrkáss sem annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði. Fyrir er Klettur sem er m.a. söluaðili Scania og CAT á Íslandi en með kaupunum er ætlunin að nýta þá innviði sem til staðar eru innan samstæðu Styrkáss og byggja ofan á sterkt samband við Traton Group sem er framleiðandi bæði MAN og Scania,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss. Hefur starfað hjá félaginu í rúm fjörutíu ár „Kraftur hóf starfsemi árið 1966 og hef ég starfað hjá félaginu í yfir fjörutíu ár og gengt starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1996. Í gegnum tíðina hefur vörumerkjum fjölgað og umsvifin aukist ár frá ári. Það er ánægjulegt að afhenda keflið til næstu kynslóðar og fá um leið sterkan eiganda að félaginu með mikla burði til að þjónusta viðskiptavini enn betur. Framtíðin er björt enda hefur félagið á að skipa úrvals hópi starfsfólks og býr að traustum viðskiptasamböndum til áratuga, er haft eftir Birni Erlingssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Krafts. Vilja komast á markað fyrir lok 2027 Í tillkynningu segir að Styrkás sé í 63 prósenta eigu Skeljar fjárfestingarfélags hf. og 27 prósenta eigu Horns IV slhf., framtakssjóðs í stýringu Landsbréfa. Styrkás hafi markað sér stefnu um að byggja ofan á sterkar stoðir samstæðunnar með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi. Innan samstæðu félagsins í dag séu meðal annars Skeljungur, Klettur, Stólpi Gámar, Stólpi Smiðja, Alkul og Tjónaþjónustan, sem séu leiðandi félög á sínum sviðum. Markmið hluthafa sé að skrá alla hluti í félaginu á skipulegan markað í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2027. Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Bílar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Styrkási. Þar segir að Kraftur verði áfram rekið sem sjálfstætt félag í kjölfar kaupanna en stefna nýs eiganda sé að skapa hagræði og efla þjónustu við viðskiptavini Krafts með samnýtingu innviða sem til staðar séu innan Styrkás samstæðunnar. Traton Group sé framleiðandi bæði MAN og Scania og með kaupunum verði söluaðilar beggja vörumerkja á Íslandi innan sömu samstæðu. Velti tveimur milljörðum Velta Krafts árið 2023 hafi numið um tveimur milljörðum króna og hagnaður Krafts fyrir afskriftir árið 2023 hafi verið180 milljónir króna. Kaupverð verði að hluta til greitt með útgáfu nýrra hluta í Styrkási og Björn geti eignast allt að 0,94 prósenta hlut í Styrkási, ef viðmið nást að fullu. „Með kaupum á Krafti er skref stigið til að efla þann kjarna innan Styrkáss sem annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði. Fyrir er Klettur sem er m.a. söluaðili Scania og CAT á Íslandi en með kaupunum er ætlunin að nýta þá innviði sem til staðar eru innan samstæðu Styrkáss og byggja ofan á sterkt samband við Traton Group sem er framleiðandi bæði MAN og Scania,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss. Hefur starfað hjá félaginu í rúm fjörutíu ár „Kraftur hóf starfsemi árið 1966 og hef ég starfað hjá félaginu í yfir fjörutíu ár og gengt starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1996. Í gegnum tíðina hefur vörumerkjum fjölgað og umsvifin aukist ár frá ári. Það er ánægjulegt að afhenda keflið til næstu kynslóðar og fá um leið sterkan eiganda að félaginu með mikla burði til að þjónusta viðskiptavini enn betur. Framtíðin er björt enda hefur félagið á að skipa úrvals hópi starfsfólks og býr að traustum viðskiptasamböndum til áratuga, er haft eftir Birni Erlingssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Krafts. Vilja komast á markað fyrir lok 2027 Í tillkynningu segir að Styrkás sé í 63 prósenta eigu Skeljar fjárfestingarfélags hf. og 27 prósenta eigu Horns IV slhf., framtakssjóðs í stýringu Landsbréfa. Styrkás hafi markað sér stefnu um að byggja ofan á sterkar stoðir samstæðunnar með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi. Innan samstæðu félagsins í dag séu meðal annars Skeljungur, Klettur, Stólpi Gámar, Stólpi Smiðja, Alkul og Tjónaþjónustan, sem séu leiðandi félög á sínum sviðum. Markmið hluthafa sé að skrá alla hluti í félaginu á skipulegan markað í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Bílar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira