Velur þú að loka barnið þitt inni í herbergi með barnaníðingi? Álfhildur Leifsdóttir skrifar 20. júlí 2024 19:00 Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun