Framtíðin? Reynir Böðvarsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun