„Við erum ekki eitthvað hyski“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 21:02 Vilberg Guðmundsson, ellilífeyrisþegi og íbúi á Sævarhöfða, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður Samtaka hjólabúa. Vísir/Stefán Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg. Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg.
Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira