Róum í sömu átt! Magnús Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2024 15:31 Skólamál njóta stöðugt meiri athygli í íslensku samfélagi. Það finnst mér vel enda er það fullkomlega hlutdræg skoðun mín að ekki sé að finna mikilvægari málaflokk til að varpa ljósi á með opinni samfélagsumræðu. Opin samfélagsumræða kallar á ólík viðhorf og skoðanir. Þegar kemur að því að horfa til skólamála erum við horfa inn í umhverfi um 80 þúsund einstaklinga frá barnsaldri upp til ungmenna á leið út í lífið, með ólíka eiginleika og öll jafn mikilvæg. Um það höfum við verið sammála um nokkra hríð, við viljum að skólarnir okkar séu fyrir alla og höfum ramma um starfið í formi laga um skólastigin þrjú og námskrár til að fara nánar ofan í þær áherslur sem við viljum að ríki, byggt á sýn okkar um hvað skiptir máli í skólastarfi. Ísland er um margt einstakt þegar kemur að möguleikum opinnar samfélagsumræðu til hagsbóta fyrir ólíka málaflokka þjóðfélagsins. Við höfum langa reynslu af dreifstjórn og samtölum um það hvernig við viljum vinna að málum. Hægt er að benda á sveitarfélögin okkar sem eru þeirrar stærðar að mjög skilvirk umræða getur náðst þar með minni fyrirhöfn en víðast hvar. Skóla- og fræðsluráð gegna lykilhlutverki í stjórnkerfinu en að auki eru foreldrafélög og skólaráð hluti stjórnkerfa hvers skóla og hafa skilgreint hlutverk. Allt til að fanga þann kjarna sem við viljum ná. Þannig geta jafn ólíkar aðstæður eins og fámennur grunnskóli á landsbyggðinni eða fjölmennur framhaldsskóli í þéttbýli sótt í bakland sitt þegar kemur að áherslum í skólamálum. Það er sannarlega ekki sjálfgefið að slíkt sé þegar við skoðum samanburð við önnur lönd og aðkomu fólks að skólakerfum þeirra. Í gegnum tíðina hefur það ekki alltaf verið þannig að umræða sé mikil um skólamálin. Það eru of mörg dæmi um það að þeir rammar sem setja á um skólastarf hafi verið settir í mikilli fjarlægð frá því sem við höfum kallað „gólfið“ sem táknmynd fyrir námsrými barnanna okkar. Umræða sem hefur orðið til út frá einstöku áhersluatriði eða atriðum og þá oft á forsendum annarra kerfa en skólakerfisins. Horft hefur verið til „árangurs“ út frá afmörkuðu sjónarhorni og þá helst í formi einhvers konar keppni, sem þó er óljóst hver er. Þar getum við horft til innleiðingarferla námskránna á sínum tíma (eða skortinn á þeim), ákvörðun um styttingu námstíma til stúdentsprófs eða átaksverkefna sem oft kvikna í kjölfar niðurstaðna mælinga. Sér í lagi PISA-prófsins sem er einn af mælikvörðum skólastarfs. Covid19 sýndi ekki bara okkur Íslendingum heldur öllum heiminum hvað íslenskt skólakerfi ræður við. Skólarnir okkar voru þeir sem héldu mest sjó í gegnum allan faraldurinn, byggt á metnaði og æðruleysi sérfræðinganna á gólfinu í bland við öfluga samfélagsumræðu með þátttöku helstu hagaðila skólanna. Kjarnabreytingin varð að samtöl haghafanna leiddu til aðgerða sem urðu sameign allra. Ég held að hægt sé að fullyrða að það vinnulag sem ráðuneyti menntamála setti af stað í samvinnu við sveitarfélögin og Kennarasamband Íslands á þeim tíma hafi lagt grunn sem í framhaldinu hefur verið byggt á. Það eru ekki ný vísindi að samstarf og samtal geta verið sitt hvor kosturinn. Ég dreg ekkert úr því að í gegnum tíðina hefur oft verið kallað til samtals við vettvang skólamála en frá þessum tíma má greina þá sameign sem fyrrgreindir haghafar leggja upp með í umbótavinnu þeirri sem nú hefur verið í gangi síðustu árin – og í kjölfarið hefur verið unnið að því að fanga hvað við viljum og þurfum að gera til að auka farsæld í skólastarfi og auka gæði menntunar. Það má sannarlega bera þetta saman við þá fornu iðju okkar Íslendinga þegar róið var út á ballarhaf til veiða. Vissulega var það þannig að í stafni sat stjórnandinn og markaði stefnu sjóferðarinnar en þeir sem komu bátnum farsællega til veiða og aftur heim voru þeir sem voru undir árum. Takturinn milli stjórnandans og ræðaranna varð mælikvarði farsældarinnar, ef sá taktur var ólíkur, hvað þá ef áralagið var úti um allt hjá þeim sem reru, þá var útséð með að ná árangri. Jafnvel erfitt að ná landi. Þetta á líka að verða leiðarljósið þegar kemur að því að við viljum betrumbæta gott íslenskt skólakerfi. Báturinn sá inniheldur 80 þúsund ólíka einstaklinga sem okkur ber að vinna með á þann hátt að þeir komi brosandi að landi. Það er sannarlega ekki einfalt verkefni og beinlínis rangt að halda að einhver ein afmörkuð ákvörðun eða leið sé sú rétta fyrir alla. Þvert á móti mun árangurinn liggja í því að leita í raddir sérfræðinganna sem vinna með börnum og ungmennum hvern dag. Í þeim samfélögum sem hver skóli er búa ólíkir kraftar en þar þarf vinnan að fara fram. Gæði menntunar liggja í öflugum sérfræðingahópi sem fær bakland og stuðning til að leysa þau verkefni sem við sem þjóð teljum að leiði til farsældar í framtíðinni. Þar skiptir mjög miklu máli að lítið sé gert af því að mála ólíka skratta á veggi víðs vegar. Það er sannarlega hluti opinnar samfélagsumræðu að rýna til gagns og horfa í ólíkar áttir til að verða betri. Það vitum við þó sannarlega þegar við rýnum í okkar nánasta umhverfi að íslenskir skólar búa við jákvæðni í nærumhverfinu og í þeim búa kraftar sem margir öfunda okkur af, sumt eru séreinkenni sem við viljum halda í. Það hefur verið gæfa okkar að sú umræða sem haghafar hófu í heimsfaraldrinum og miðaði að lausnum þar hefur haldið áfram og fram undan eru stór mál sem varða skólakerfið okkar og munu verða til lykta leidd í samstarfi stjórnmálanna, vettvangsins og þeirra þátta embættismannakerfisins sem að þurfa að koma. Við viljum að skólarnir okkar spegli þau gildi sem við teljum mikilvæg. Þar kemur ótalmargt til sem bæði stjórnandinn í stafni leggur þeim til með umgjörð um starfið en enn frekar það sem ræðararnir í formi stjórnenda, kennara og ráðgjafa í hverjum skóla leggja fram. Lykilfólkið sem mestu ræður eru sérfræðingarnir í skólum landsins, þar liggur virðið. Með því að virkja þeirra raddir inn í stefnumótunarvinnu skólamálanna næst árangurinn og því er mikilvægt að hin frábæra opna samfélagsumræða sem nú er í miklu hámæli horfi til þess að við leggjumst öll saman á árarnar og að þeir sem standa í stafni verði í sama takti og hluti af lausninni. Þannig komum við brosandi til hafnar! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skólamál njóta stöðugt meiri athygli í íslensku samfélagi. Það finnst mér vel enda er það fullkomlega hlutdræg skoðun mín að ekki sé að finna mikilvægari málaflokk til að varpa ljósi á með opinni samfélagsumræðu. Opin samfélagsumræða kallar á ólík viðhorf og skoðanir. Þegar kemur að því að horfa til skólamála erum við horfa inn í umhverfi um 80 þúsund einstaklinga frá barnsaldri upp til ungmenna á leið út í lífið, með ólíka eiginleika og öll jafn mikilvæg. Um það höfum við verið sammála um nokkra hríð, við viljum að skólarnir okkar séu fyrir alla og höfum ramma um starfið í formi laga um skólastigin þrjú og námskrár til að fara nánar ofan í þær áherslur sem við viljum að ríki, byggt á sýn okkar um hvað skiptir máli í skólastarfi. Ísland er um margt einstakt þegar kemur að möguleikum opinnar samfélagsumræðu til hagsbóta fyrir ólíka málaflokka þjóðfélagsins. Við höfum langa reynslu af dreifstjórn og samtölum um það hvernig við viljum vinna að málum. Hægt er að benda á sveitarfélögin okkar sem eru þeirrar stærðar að mjög skilvirk umræða getur náðst þar með minni fyrirhöfn en víðast hvar. Skóla- og fræðsluráð gegna lykilhlutverki í stjórnkerfinu en að auki eru foreldrafélög og skólaráð hluti stjórnkerfa hvers skóla og hafa skilgreint hlutverk. Allt til að fanga þann kjarna sem við viljum ná. Þannig geta jafn ólíkar aðstæður eins og fámennur grunnskóli á landsbyggðinni eða fjölmennur framhaldsskóli í þéttbýli sótt í bakland sitt þegar kemur að áherslum í skólamálum. Það er sannarlega ekki sjálfgefið að slíkt sé þegar við skoðum samanburð við önnur lönd og aðkomu fólks að skólakerfum þeirra. Í gegnum tíðina hefur það ekki alltaf verið þannig að umræða sé mikil um skólamálin. Það eru of mörg dæmi um það að þeir rammar sem setja á um skólastarf hafi verið settir í mikilli fjarlægð frá því sem við höfum kallað „gólfið“ sem táknmynd fyrir námsrými barnanna okkar. Umræða sem hefur orðið til út frá einstöku áhersluatriði eða atriðum og þá oft á forsendum annarra kerfa en skólakerfisins. Horft hefur verið til „árangurs“ út frá afmörkuðu sjónarhorni og þá helst í formi einhvers konar keppni, sem þó er óljóst hver er. Þar getum við horft til innleiðingarferla námskránna á sínum tíma (eða skortinn á þeim), ákvörðun um styttingu námstíma til stúdentsprófs eða átaksverkefna sem oft kvikna í kjölfar niðurstaðna mælinga. Sér í lagi PISA-prófsins sem er einn af mælikvörðum skólastarfs. Covid19 sýndi ekki bara okkur Íslendingum heldur öllum heiminum hvað íslenskt skólakerfi ræður við. Skólarnir okkar voru þeir sem héldu mest sjó í gegnum allan faraldurinn, byggt á metnaði og æðruleysi sérfræðinganna á gólfinu í bland við öfluga samfélagsumræðu með þátttöku helstu hagaðila skólanna. Kjarnabreytingin varð að samtöl haghafanna leiddu til aðgerða sem urðu sameign allra. Ég held að hægt sé að fullyrða að það vinnulag sem ráðuneyti menntamála setti af stað í samvinnu við sveitarfélögin og Kennarasamband Íslands á þeim tíma hafi lagt grunn sem í framhaldinu hefur verið byggt á. Það eru ekki ný vísindi að samstarf og samtal geta verið sitt hvor kosturinn. Ég dreg ekkert úr því að í gegnum tíðina hefur oft verið kallað til samtals við vettvang skólamála en frá þessum tíma má greina þá sameign sem fyrrgreindir haghafar leggja upp með í umbótavinnu þeirri sem nú hefur verið í gangi síðustu árin – og í kjölfarið hefur verið unnið að því að fanga hvað við viljum og þurfum að gera til að auka farsæld í skólastarfi og auka gæði menntunar. Það má sannarlega bera þetta saman við þá fornu iðju okkar Íslendinga þegar róið var út á ballarhaf til veiða. Vissulega var það þannig að í stafni sat stjórnandinn og markaði stefnu sjóferðarinnar en þeir sem komu bátnum farsællega til veiða og aftur heim voru þeir sem voru undir árum. Takturinn milli stjórnandans og ræðaranna varð mælikvarði farsældarinnar, ef sá taktur var ólíkur, hvað þá ef áralagið var úti um allt hjá þeim sem reru, þá var útséð með að ná árangri. Jafnvel erfitt að ná landi. Þetta á líka að verða leiðarljósið þegar kemur að því að við viljum betrumbæta gott íslenskt skólakerfi. Báturinn sá inniheldur 80 þúsund ólíka einstaklinga sem okkur ber að vinna með á þann hátt að þeir komi brosandi að landi. Það er sannarlega ekki einfalt verkefni og beinlínis rangt að halda að einhver ein afmörkuð ákvörðun eða leið sé sú rétta fyrir alla. Þvert á móti mun árangurinn liggja í því að leita í raddir sérfræðinganna sem vinna með börnum og ungmennum hvern dag. Í þeim samfélögum sem hver skóli er búa ólíkir kraftar en þar þarf vinnan að fara fram. Gæði menntunar liggja í öflugum sérfræðingahópi sem fær bakland og stuðning til að leysa þau verkefni sem við sem þjóð teljum að leiði til farsældar í framtíðinni. Þar skiptir mjög miklu máli að lítið sé gert af því að mála ólíka skratta á veggi víðs vegar. Það er sannarlega hluti opinnar samfélagsumræðu að rýna til gagns og horfa í ólíkar áttir til að verða betri. Það vitum við þó sannarlega þegar við rýnum í okkar nánasta umhverfi að íslenskir skólar búa við jákvæðni í nærumhverfinu og í þeim búa kraftar sem margir öfunda okkur af, sumt eru séreinkenni sem við viljum halda í. Það hefur verið gæfa okkar að sú umræða sem haghafar hófu í heimsfaraldrinum og miðaði að lausnum þar hefur haldið áfram og fram undan eru stór mál sem varða skólakerfið okkar og munu verða til lykta leidd í samstarfi stjórnmálanna, vettvangsins og þeirra þátta embættismannakerfisins sem að þurfa að koma. Við viljum að skólarnir okkar spegli þau gildi sem við teljum mikilvæg. Þar kemur ótalmargt til sem bæði stjórnandinn í stafni leggur þeim til með umgjörð um starfið en enn frekar það sem ræðararnir í formi stjórnenda, kennara og ráðgjafa í hverjum skóla leggja fram. Lykilfólkið sem mestu ræður eru sérfræðingarnir í skólum landsins, þar liggur virðið. Með því að virkja þeirra raddir inn í stefnumótunarvinnu skólamálanna næst árangurinn og því er mikilvægt að hin frábæra opna samfélagsumræða sem nú er í miklu hámæli horfi til þess að við leggjumst öll saman á árarnar og að þeir sem standa í stafni verði í sama takti og hluti af lausninni. Þannig komum við brosandi til hafnar! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun