Tilgangur atvinnurekstrarbanns Lárus Sigurður Lárusson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun