Frá Liverpool beint í teymi Flick Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 14:31 Hansi Flick og Thiago hafa endurnýjað kynnin. Mynd/Barcelona Spánverjinn Thiago Alcantara, sem hætti nýverið knattspyrnuiðkun sem leikmaður, hefur strax snúið sér að þjálfun. Hann hefur verið ráðinn í þjálfarateymi uppeldisfélagsins. Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen. Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Thiago er aðeins 33 ára gamall og kom einhverjum á óvart þegar hann setti knattspyrnuskóna upp á hillu fyrir örfáum vikum. Samningur hans við Liverpool á Englandi rann út um síðustu mánaðarmót og tilkynnti hann skömmu síðar að hann ætlaði sér ekki að spila frekari fótbolta sem atvinnumaður. Miklar vonir voru bundnar við Thiago hjá Liverpool eftir að hann var keyptur til félagsins frá Bayern Munchen á Spáni en honum gekk illa að halda sér heilum. Thiago spilaði aðeins einn leik á síðustu leiktíð fyrir félagið og ákvað að henni lokinni að láta gott heita, líkamans vegna. Þjóðverjinn Hansi Flick var þjálfari Bayern þegar félagið seldi Thiago til Liverpool árið 2020. Sá þýski stýrði Thiago hjá þýska stórliðinu leiktíðina á undan en þá vann Bayern alla þá titla sem í boði voru, deild, bikar, ofurbikar og Meistaradeild. Welcome to the Barça fam, Thiago! ❤️ pic.twitter.com/noOXH8dsig— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 17, 2024 Flick tók við þjálfun Barcelona af Xavi Hernández í sumar og var snöggur til að ráða Thiago inn í teymi sitt eftir að skórnir fóru á hilluna fyrir tíu dögum síðar. Samkvæmt yfirlýsingu Barcelona mun Thiago aðstoða Flick á undirbúningstímabilinu og hefur nú þegar hafið störf. Thiago er uppalinn hjá Barcelona frá 14 ára aldri og var leikmaður liðsins frá 2005 til 2013, þegar Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans í Katalóníu, keypti hann til Bayern Munchen.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira