„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2024 15:09 Helgi Magnús segir marga því fegna því að Kourani sé nú bak við lás og slá. En maðurinn sé algjörlega stjórnlaus. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. „Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira