Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 15:51 Sigurður G. Guðjónsson við störf. Hann minnir á að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði hafi tryggt lögaðilum innan sambandsins frelsi til að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé. Fjárhættuspil Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé.
Fjárhættuspil Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira