Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 10:10 Donald Trump (miðju), Robert F. Kennedy yngri og Dr. Mezhmet Oz. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025 Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Lyf Einhverfa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Lyf Einhverfa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira