Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 09:24 Um 38 prósent þeirra sem tóku þátt í þriðju lotu rannsóknarinnar segjast hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. VísiR/Vilhelm Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrstu niðurstöðum þriðju gagnasöfnunar Heilsuferðalagsins, sem er langtímarannsókn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og nær til um þúsund Íslendinga sem fæddust árið 1988. Rannsóknin gengur út á að skoða þróun andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu þessara Íslendinga. Fyrst var púlsinn tekinn á þeim árið 2003, þegar þeir voru fimmtán ára. Önnur gagnasöfnunin fór svo fram árið 2011, þegar þeir voru 23 ára og sú þriðja hófst í október í fyrra og lauk í júní. Í tilkynningu segir að í þessari þriðju lotu hafi 486 Íslendingar tekið þátt, þar af 64 prósent konur. Alls hafa um þúsund Íslendingar tekið þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar ítarlega á ráðstefnu Heilsuferðalagsins í dag. Hún hefst klukkan 12:30 og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Margir í yfirþyngd Í áðurnefndri tilkynningu segir að líkamsþyngdarstuðull þátttakenda við 36 ára aldur bendi til þess að tæpur helmingur þeirra sé í ofþyngd og um fimmtungur eigi við offitu að stríða. Við fimmtán ára aldur voru fimmtán prósent þátttakenda í ofþyngd og tæp tvö prósent flokkuðust með offitu. Varðandi hreyfingu sögðust um 22 prósent ekkert hreyfa sig. Jafn margir sögðust hreyfa sig einu til tvisvar sinnum í viku. Um 38 prósent sögðust hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þá sögðust um 37 prósent þátttakenda finna mjög oft eða oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Sextíu prósent mældust með hækkaðan eða of háan blóðþrýsting. Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrstu niðurstöðum þriðju gagnasöfnunar Heilsuferðalagsins, sem er langtímarannsókn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og nær til um þúsund Íslendinga sem fæddust árið 1988. Rannsóknin gengur út á að skoða þróun andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu þessara Íslendinga. Fyrst var púlsinn tekinn á þeim árið 2003, þegar þeir voru fimmtán ára. Önnur gagnasöfnunin fór svo fram árið 2011, þegar þeir voru 23 ára og sú þriðja hófst í október í fyrra og lauk í júní. Í tilkynningu segir að í þessari þriðju lotu hafi 486 Íslendingar tekið þátt, þar af 64 prósent konur. Alls hafa um þúsund Íslendingar tekið þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar ítarlega á ráðstefnu Heilsuferðalagsins í dag. Hún hefst klukkan 12:30 og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Margir í yfirþyngd Í áðurnefndri tilkynningu segir að líkamsþyngdarstuðull þátttakenda við 36 ára aldur bendi til þess að tæpur helmingur þeirra sé í ofþyngd og um fimmtungur eigi við offitu að stríða. Við fimmtán ára aldur voru fimmtán prósent þátttakenda í ofþyngd og tæp tvö prósent flokkuðust með offitu. Varðandi hreyfingu sögðust um 22 prósent ekkert hreyfa sig. Jafn margir sögðust hreyfa sig einu til tvisvar sinnum í viku. Um 38 prósent sögðust hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þá sögðust um 37 prósent þátttakenda finna mjög oft eða oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Sextíu prósent mældust með hækkaðan eða of háan blóðþrýsting.
Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira