Norður-Kórea er víða Ingvar Smári Birgisson skrifar 12. júlí 2024 13:01 Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans. Atvinnulífið hafði í heild sinni verið ríkisvætt og hafði hann alla þræði í hendi sér. Fjölmiðlar landsins, sem allir voru í eigu ríkisins, birtu aldrei neikvæðar fréttir um ríkisstjórnina eða persónulega hagi forsetans. Þá voru fréttir ýktar eða uppdiktaðar svo bersýnilega að þær þóttu hlægilegar í augum utanaðkomandi. Eitt dæmi um þetta er að norður-kóreskir fjölmiðlar fjölluðu aldrei um heilsufar forsetans með neikvæðum hætti. Á áttunda áratugnum byrjaði æxli að vaxa út úr hnakka forsetans sem stækkaði með hverju árinu og var að minnsta kosti á stærð við hafnabolta. Svo stórt var æxlið að það gat ekki dulist neinum manni sem hitti hann í eigin persónu. Í raun þurfi meiri leikni en ekki til að taka myndir af forsetanum sem huldu æxlið. Þrátt fyrir þetta birtust engar myndir af æxlinu í norður-kóreskum fjölmiðlum og má ætla að langstærstum hluta íbúa landsins hafi verið ókunnugt um veikindi forsetans. Stórmerkilegt en að mörgu leyti skiljanlegt, enda stjórnaði Kim Il-Sung öllum fjölmiðlum og þar með upplýsingaflæði til íbúanna. Keisarinn var nakinn en enginn þorði (skiljanlega) að benda á það. Hér má sjá mynd af æxlinu sem prýddi hnakka Kim Il-Sung, hins eilífa forseta Norður-Kóreu. Við getum öll skilið ritstjórana í Pyongyang á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þeir sem voru ekki endanlega kalkaðir af kommúnisma og persónuleikadýrkun hlutu að velta fyrir sér fáránleikanum í þessu öllu. Og sömu ritstjórar horfðu eflaust löngunaraugum til Vesturlanda þar sem fjölmiðlar starfa hvað frjálsastir. Þar gæti það varla gerst að forseti gengi kviknakinn um göturnar án þess að einhver myndi benda á það. Eða hvað? Veikindi núverandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, eru ekki beint ný af nálinni. Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum náið hafa horft upp á forseta sem er bersýnilega veikur. Biden hefur um margra ára skeið forðast að mæta á fundi með almenningi þar sem hann gæti þurft að svara óundirbúnum spurningum. Sömuleiðis fer hann helst í viðtöl hjá fjölmiðlum sem gefa honum einfaldar spurningar fyrirfram og nær allar ræður sem hann flytur eru lesnar af skjá. En þrátt fyrir að aðstoðarmenn forsetans búi svo hnútana að sem minnstar líkur séu á feilspori má finna fjöldan allan af myndskeiðum þar sem hann ruglast í ríminu, misskilur aðstæður hrapallega eða ráfar um sviðið eins og hann viti ekki hvort hann sé að koma eða fara. Veikindin sem slík eru ekkert rannsóknarefni. Biden er gamall og eflaust að glíma við þau vandamál sem ellin hefur í för með sér. Hið verðuga rannsóknarefni er áhugaleysi fjölmiðla á veikindum forsetans, sömu fjölmiðla og hafa altént látið höggin dynja á forverum Bidens ef framkoma þeirra og fas var eitthvað annað en fullkomið. Ólíkt Norður-Kóreu var enginn sem gaf fyrirskipanir um að það ætti ekki að fjalla um veikindi forsetans heldur kom ritskoðunin að innan og var afleiðing aðstæðna en ekki fyrirskipana. Óttinn við að Trump settist aftur á valdastól varð sannleiksástinni yfirsterkari. Sumir fjölmiðlar véku vissulega að veikindum forsetans en heilt yfir var það ekki gert nema með yfirborðskenndum hætti. Frekar var reynt að stappa stálinu í stuðningsmenn hans um að hann væri í raun beittari en nokkru sinni fyrr. Í kappræðunum um daginn fór svo lokið endanlega af pottinum og hafa fjölmiðlar, einn af öðrum, farið að fjalla um það sem var augljóst allan tímann. Á undarlegan hátt hefur meðvirkni fjölmiðla, sem átti að varða veg Bidens að endurkjöri, líklega aukið líkurnar á því að Trump vinni annan kosningasigur. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta allt endar en eitt er ljóst. Fjölmiðlar hafa beðið mikla álitshnekki í þessum forsetakosningum og þarf vart að spyrja hví traust almennings gagnvart þeim fer minnkandi. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans. Atvinnulífið hafði í heild sinni verið ríkisvætt og hafði hann alla þræði í hendi sér. Fjölmiðlar landsins, sem allir voru í eigu ríkisins, birtu aldrei neikvæðar fréttir um ríkisstjórnina eða persónulega hagi forsetans. Þá voru fréttir ýktar eða uppdiktaðar svo bersýnilega að þær þóttu hlægilegar í augum utanaðkomandi. Eitt dæmi um þetta er að norður-kóreskir fjölmiðlar fjölluðu aldrei um heilsufar forsetans með neikvæðum hætti. Á áttunda áratugnum byrjaði æxli að vaxa út úr hnakka forsetans sem stækkaði með hverju árinu og var að minnsta kosti á stærð við hafnabolta. Svo stórt var æxlið að það gat ekki dulist neinum manni sem hitti hann í eigin persónu. Í raun þurfi meiri leikni en ekki til að taka myndir af forsetanum sem huldu æxlið. Þrátt fyrir þetta birtust engar myndir af æxlinu í norður-kóreskum fjölmiðlum og má ætla að langstærstum hluta íbúa landsins hafi verið ókunnugt um veikindi forsetans. Stórmerkilegt en að mörgu leyti skiljanlegt, enda stjórnaði Kim Il-Sung öllum fjölmiðlum og þar með upplýsingaflæði til íbúanna. Keisarinn var nakinn en enginn þorði (skiljanlega) að benda á það. Hér má sjá mynd af æxlinu sem prýddi hnakka Kim Il-Sung, hins eilífa forseta Norður-Kóreu. Við getum öll skilið ritstjórana í Pyongyang á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þeir sem voru ekki endanlega kalkaðir af kommúnisma og persónuleikadýrkun hlutu að velta fyrir sér fáránleikanum í þessu öllu. Og sömu ritstjórar horfðu eflaust löngunaraugum til Vesturlanda þar sem fjölmiðlar starfa hvað frjálsastir. Þar gæti það varla gerst að forseti gengi kviknakinn um göturnar án þess að einhver myndi benda á það. Eða hvað? Veikindi núverandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, eru ekki beint ný af nálinni. Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum náið hafa horft upp á forseta sem er bersýnilega veikur. Biden hefur um margra ára skeið forðast að mæta á fundi með almenningi þar sem hann gæti þurft að svara óundirbúnum spurningum. Sömuleiðis fer hann helst í viðtöl hjá fjölmiðlum sem gefa honum einfaldar spurningar fyrirfram og nær allar ræður sem hann flytur eru lesnar af skjá. En þrátt fyrir að aðstoðarmenn forsetans búi svo hnútana að sem minnstar líkur séu á feilspori má finna fjöldan allan af myndskeiðum þar sem hann ruglast í ríminu, misskilur aðstæður hrapallega eða ráfar um sviðið eins og hann viti ekki hvort hann sé að koma eða fara. Veikindin sem slík eru ekkert rannsóknarefni. Biden er gamall og eflaust að glíma við þau vandamál sem ellin hefur í för með sér. Hið verðuga rannsóknarefni er áhugaleysi fjölmiðla á veikindum forsetans, sömu fjölmiðla og hafa altént látið höggin dynja á forverum Bidens ef framkoma þeirra og fas var eitthvað annað en fullkomið. Ólíkt Norður-Kóreu var enginn sem gaf fyrirskipanir um að það ætti ekki að fjalla um veikindi forsetans heldur kom ritskoðunin að innan og var afleiðing aðstæðna en ekki fyrirskipana. Óttinn við að Trump settist aftur á valdastól varð sannleiksástinni yfirsterkari. Sumir fjölmiðlar véku vissulega að veikindum forsetans en heilt yfir var það ekki gert nema með yfirborðskenndum hætti. Frekar var reynt að stappa stálinu í stuðningsmenn hans um að hann væri í raun beittari en nokkru sinni fyrr. Í kappræðunum um daginn fór svo lokið endanlega af pottinum og hafa fjölmiðlar, einn af öðrum, farið að fjalla um það sem var augljóst allan tímann. Á undarlegan hátt hefur meðvirkni fjölmiðla, sem átti að varða veg Bidens að endurkjöri, líklega aukið líkurnar á því að Trump vinni annan kosningasigur. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta allt endar en eitt er ljóst. Fjölmiðlar hafa beðið mikla álitshnekki í þessum forsetakosningum og þarf vart að spyrja hví traust almennings gagnvart þeim fer minnkandi. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar