Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 11:24 Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Landspítalinn hefur nú lýst því yfir, í bréfi til lögmanns ekkju hans, að spítalinn geti ekki borið ábyrgð á plastbarkaígræðslunni, né heldur Tómas Guðbjartsson læknir. Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins. Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins.
Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels