Karfa loftbelgsins valt á hliðina í lendingunni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2024 22:44 Karfan komin á hliðina eftir lendingu. Mennirnir þrír um borð dragast áfram í körfunni eftir móanum. Bjarni Einarsson Þeir sem sáu loftbelginn hverfa upp í háloftin yfir Rangárvöllum í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi vilja eflaust margir vita hvernig flugferðin endaði. Hér sjáum við þá sögu. Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30