Fleiri farþegar en minni sætanýting Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:24 Farþegum Play fjölgar milli ára, en sætanýting er minni. Forstjóri er ánægður með farþegafjölgunina, en kennir aukinni samkeppni um verri sætanýtingu. Vísir/Vilhelm Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hlutur Play á íslenska markaðnum vex Fram kemur að nokkrir þættir hafi áhrif á að sætanýting lækki milli ára, en helsta ástæðan fyrir því sé aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní hafi 31,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 24,3 prósent á leið til Íslands og 43,8 prósent hafi verið tengifarþegar. „Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play frá Íslandi jókst úr 29,8 prósentum í júní í fyrra í 31,9 prósent í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum.“ Þá segir einnig að stundvísi Play hafi verið framúrskarandi, hún hafi verið 91,4 prósent og því verið vel yfir 85 prósenta markmiði Play fyrir allt árið. Þar væri talsverð bæting frá í júní í fyrra þegar stundvísi var 81,2 prósent. Play fagnaði þriggja ára afmæli sínu 24. júní síðastliðinn, en á þessum þremur árum hefur félagið vaxið hratt. Árið 2021 voru farþegaþotur félagsins þrjár, en telja nú tíu og telja starfsmenn félagsins um 500 manns. Fyrir þremur árum hafi verið flogið til sjö áfangastaða en þeir telji nú um fjörutíu. Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Flugfélagið hefur vaxið mikið síðustu þrjú ár.Einar Árnason Play var annað árið í röð valið besta lággjaldaflugfélag Norður-Evrópu, samkvæmt árlegum lista World Airline Awards, sem byggir á umsögnum flugfarþega. Vill auka eftirspurn eftir Íslandsferðum með samhentu átaki „Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Mikil umræða hefur verið um samdráttinn í ferðaþjónustu á Íslandi, og Einar Örn tekur þarna undir með röddum sem heyrst hafa úr ferðaþjónustunni sem hafa kallað eftir markaðssetningarátaki fyrir ferðaþjónustuna. „Við trúum því staðfastlega að með samhentu átaki ferðaþjónustunnar og íslenska ríkisins sé hægt að auka eftirspurnina eftir ferðum til Íslands, líkt og við höfum áður greint frá,“ segir Einar. Hann kveðst ánægður með að sjá að flugfélagið sé enn að auka hlut sinn á íslenska markaðinum. Íbúar Íslands hafi tekið þjónustu þeirra fagnandi, og augljóst sé að áhersla þeirra á að vera leiðandi í sólarlandaflugi frá Íslandi sé að leggjast vel í markaðinn.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira