Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 13:41 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46