Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. júlí 2024 06:57 Keir Starmer er ótvíræður sigurvegari kosninganna og næsti forsætisráðherra Bretlands. Matthew Horwood/Getty Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira