Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2024 12:22 Kourani á leið í dómssal í gær. Geðlæknir sagðist fyrir dómi aldrei hafa hitt mann sem væri jafn mikið sama um annað fólk. Hann væri siðblindur. Honum sé algjörlega sama um afleiðingar gjörða sinna. Vísir Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57