Hljóð úr horni Ingólfur Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:01 Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Ingólfur Sverrisson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun