Tengja síðustu 102 þorp landsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 12:09 Ríkið ætlar að koma að því að ljúka ljósleiðaravæðingunni á Íslandi með því að tengja 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir ríkið munu koma að því að ljósleiðaratengja rúmlega 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Með þessu muni hvert einasta lögheimili á Íslandi vera tengt ljósleiðara og því njóta öflugrar nettengingar. „Ísland ljóstengt gerði auðvitað ótrúlegar breytingar á ljósleiðaravæðingu á Íslandi en eftir stóðu samt litlir þéttbýlisstaðir um land allt sem og staðir sem eru í kringum 50 til 200 manns og við viljum mæta þessum,“ segir Áslaug Arna en Ísland ljóstengt var tímabundið landsátak stjórnvalda sem hrundið var af stað árið 2017 til uppbyggingar sveitarfélaga á ljósleiðarakerfum í dreifbýli utan markaðssvæða. Áslaug segir ríkið þegar búið að greina áform fjarskiptafyrirtækjanna og hyggjast bjóða sveitarfélögunum til samninga um að borga úr fjarskiptasjóði fyrir jarðvinnunni þar sem áform um uppbyggingu eru ekki til staðar. „Þá geta þau gengið vonandi frá restinni og þá getum við tryggt hér 100 prósent ljósleiðaravæðingu á Íslandi,“ segir hún. Áslaug segist vona að flest sveitarfélög þiggi boð ríkisins. „Við erum þá að greiða fyrir jarðvinnuframkvæmdina og við erum búin að gera greinargóða vinnu á kostnaði vegna hennar en erum ekki að koma inn´i kostnaðinn við kerfið sjálft. Ég bind vonir við það að flest sveitarfélög þiggi þetta boð,“ segir hún. Stefnt er að því að hvert einasta heimili á Íslandi verði ljósleiðaratengt árið 2026. „Þetta er um 450 milljónir króna og er nú þegar fjármagnað af fjarskiptasjóði og úr byggðaáætlun. Við stefnum á 2026 að þá sé 100 prósent lögheimila komin í ljósleiðaravæðinguna,“ segir Áslaug Arna. Byggðamál Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Ísland ljóstengt gerði auðvitað ótrúlegar breytingar á ljósleiðaravæðingu á Íslandi en eftir stóðu samt litlir þéttbýlisstaðir um land allt sem og staðir sem eru í kringum 50 til 200 manns og við viljum mæta þessum,“ segir Áslaug Arna en Ísland ljóstengt var tímabundið landsátak stjórnvalda sem hrundið var af stað árið 2017 til uppbyggingar sveitarfélaga á ljósleiðarakerfum í dreifbýli utan markaðssvæða. Áslaug segir ríkið þegar búið að greina áform fjarskiptafyrirtækjanna og hyggjast bjóða sveitarfélögunum til samninga um að borga úr fjarskiptasjóði fyrir jarðvinnunni þar sem áform um uppbyggingu eru ekki til staðar. „Þá geta þau gengið vonandi frá restinni og þá getum við tryggt hér 100 prósent ljósleiðaravæðingu á Íslandi,“ segir hún. Áslaug segist vona að flest sveitarfélög þiggi boð ríkisins. „Við erum þá að greiða fyrir jarðvinnuframkvæmdina og við erum búin að gera greinargóða vinnu á kostnaði vegna hennar en erum ekki að koma inn´i kostnaðinn við kerfið sjálft. Ég bind vonir við það að flest sveitarfélög þiggi þetta boð,“ segir hún. Stefnt er að því að hvert einasta heimili á Íslandi verði ljósleiðaratengt árið 2026. „Þetta er um 450 milljónir króna og er nú þegar fjármagnað af fjarskiptasjóði og úr byggðaáætlun. Við stefnum á 2026 að þá sé 100 prósent lögheimila komin í ljósleiðaravæðinguna,“ segir Áslaug Arna.
Byggðamál Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira