Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 10:17 Ismail Kadare, albanski rithöfundurinn, er allur. Getty Images/Leonardo Cendamo Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“ Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“
Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira