Frakkar ganga að kjörborðinu Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 08:43 Kjörstaðir hafa verið opnaðið í Frakklandi, meðal annars í Saint-Vaast-sur-Seulles í Calvados, þar sem þessi mynd er tekin. Artur Widak/Getty Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira