Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:31 Frá og með 1. ágúst skal gamla fólkið gjöra svo vel að reiða fram aðgangseyri áður en það dýfir sér í Laugardalslaug eða aðrar laugar Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust. Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust.
Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira