Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:00 Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun