1969 Tómas A. Tómasson skrifar 25. júní 2024 12:00 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar