Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:59 Rafnhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hopp er með langflest hjólin. Vísir/Vilhelm Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira