Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra. Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra.
Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira