„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 20:44 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið. Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“ Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“
Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira