Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 22:31 Lögreglan á Tenerife hefur umsjón með leitinni að hinum breska Jay Slater. Vísir/Getty Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá. Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá.
Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira