„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. júní 2024 21:21 Jóhann Kristinn er þjálfari Þórs/KA sem er nokkuð óvænt í toppbaráttunni sem stendur. Vilhelm/Vísi „Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag. Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira