Unnið dag og nótt við varnargarðana Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 20:39 Frá Svartsengi. Vísir/Vilhelm Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili. Hrauntungur hófu að skríða yfir varnargarðana við Svartsengi í gærkvöldi en slökkvliðið hefur unnið hörðum höndum að því að hægja á hraunflæðnigu í alla nótt og allan dag. „Vinnan hefur bara gengið mjög vel. Við erum í hraunkælingunni og við komum hérna um hálf þrjú í nótt. Í raun og veru hefur þetta bara gengið eins og við héldum,“ sagði Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson í fréttatíma Stöðvar 2. Hrauntungurnar þrjár eru kílómetra frá mannvirkjum í Svartsengi en Leifur segir að hraunkælingin hafi skilað góðum árangri. Myndir frá drónaflugi Almannavarna sýna að virkni í gígnum fer minnkandi. Hraunrennsli er ekki sjáanlegt frá yfirborði en getur þó enn verið í lokuðum rásum frá gígnum. „Það náttúrulega skiptir öllu máli að það bæti ekki endalaust í. Þá er auðveldara að ráða við restina,“ bætti Leifur Bjarki við. Tímabundinn varnarkragi var reistur innan við varnargarðinn í Svartsengi í nótt til að hamla hraunflæðinu enn frekar. Verkfræðingur Verkís segir að nú sé allt kapp lagt á að hækka upprunalega varnargarðinn. Núna erum við aftur farin að fókusera á það að hækka garðnn sjálfann sem hraunið er að fara yfir. Það er búið að vera í gangi í nokkurn tíma en við erum alltaf að fá tafir á það útaf þessum litlu hraunspýjum sem eru að fara yfir garðinn,“ sagði Hrönn Hrafnsdóttir hjá Verkís. Alla frétt Tómas Arnars má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hrauntungur hófu að skríða yfir varnargarðana við Svartsengi í gærkvöldi en slökkvliðið hefur unnið hörðum höndum að því að hægja á hraunflæðnigu í alla nótt og allan dag. „Vinnan hefur bara gengið mjög vel. Við erum í hraunkælingunni og við komum hérna um hálf þrjú í nótt. Í raun og veru hefur þetta bara gengið eins og við héldum,“ sagði Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson í fréttatíma Stöðvar 2. Hrauntungurnar þrjár eru kílómetra frá mannvirkjum í Svartsengi en Leifur segir að hraunkælingin hafi skilað góðum árangri. Myndir frá drónaflugi Almannavarna sýna að virkni í gígnum fer minnkandi. Hraunrennsli er ekki sjáanlegt frá yfirborði en getur þó enn verið í lokuðum rásum frá gígnum. „Það náttúrulega skiptir öllu máli að það bæti ekki endalaust í. Þá er auðveldara að ráða við restina,“ bætti Leifur Bjarki við. Tímabundinn varnarkragi var reistur innan við varnargarðinn í Svartsengi í nótt til að hamla hraunflæðinu enn frekar. Verkfræðingur Verkís segir að nú sé allt kapp lagt á að hækka upprunalega varnargarðinn. Núna erum við aftur farin að fókusera á það að hækka garðnn sjálfann sem hraunið er að fara yfir. Það er búið að vera í gangi í nokkurn tíma en við erum alltaf að fá tafir á það útaf þessum litlu hraunspýjum sem eru að fara yfir garðinn,“ sagði Hrönn Hrafnsdóttir hjá Verkís. Alla frétt Tómas Arnars má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira